fredag den 3. august 2012

Húrra, bloggsíðan mín komin í loftið!


Hér ætla ég að blogga um allt milli himins og jarðar. Flestar færslurnar verða þá um það sem að við fjölskyldna í Mønsgade eru að bralla þessa dagana. Það sem að ég verð í fæðingarorlofi fram í febrúar þá ætti ég að hafa nægan tíma til að skrifa reglulega hérna inni. 

Við vorum svo heppin að fá að vera saman með Láru og co í heilan dag áður en þau kvöddu DK eftir 10 daga heimsókn. Það var eiginlega of heitt þann daginn þannig að seinni partinn flúðum við bara inn frá sólinni. Hérna má sjá litlu hjónin í Mikka mús bílnum sínum. Yngvi sá um að keyra á meðan að Embla sagði: Ok, elskan, nú skulum við keyra upp í sumarbústað! Embla er nú meiri krúttsprengjan:)


Ingiber ætlar að skella sé í hjólatúr með félaga sínum á eftir  þannig að það verður kósýstund hjá mér Yngva og Freyju. Yngvi er nefnilega með fasta föstudags rútínu þar sem að hann fer undir teppi upp í sófa með smá "slikk" og horfir á disney show sem er á hverju föstudagskvöldi kl. 19. Hann sofnar þó stundum áður en það byrjar, ekki auðvelt að vera í leikskóla svona 5 daga í röð, hehe.

Hér má sjá hvernig hann kennir Krumma frænda sínum hvernig á að hafa alvöru kósýstund:)

Ingen kommentarer:

Send en kommentar