mandag den 3. december 2012

Aðventan


Ótrúlegt en satt þá höfuð við verið að uplifa jólasnjó hérna í Árósum. 
Yngvi og Ingiber fóru meira að segja á snjóþotu útí garði í gær.



Hunangskökurnar tókust mjög vel og voru akkúrat tilbúnar fyrir 1. í aðventu. Samkvæmt aðventu hefðinni var kveikt á kerti, lesin jólasaga og að sjálfsögðu gætt sér á smá kökubita. 

Yngvi Snær hefur miklar áhyggjur að því að litla systir hans borði litla dótið hans því að hann veit hversu hættulegt það er. Hann hefur greinilega ætlað að fela þetta legohöfuð vel fyrir systur sinni því að það blasti við mér þegar að ég hellti múslíi út á jógúrtið mitt. Eins gott að vera vel vakandi á þessu heimili.


Á föstudagskvöldið voru jólaljósin tendruð í miðbænum og mættum við að sjálfsögðu á svæðið. Að vísu sofnuðu bæði börnin á leiðinni en við náðum að vekja Yngva Snæ rétt áður en ljósin voru tendruð og jólasveinninn kom. 

Freyja er farin að vera SVO dugleg að sitja og koma sér aðeins á milli staðar. Við finnum hana þó oft undir sófa því að hún er aðallega í bakkgír þessar dagana:)



Ég enda þessa færslun á tveimur julefrokost myndum...

Ingiber vann ásamt félaga sínum Scott bikar á borðfótboltamóti í vinnunni .

Freyja að leika við Snædísi í julefrokostnum hjá íslensku arkitektanemunum.




Ingen kommentarer:

Send en kommentar