tirsdag den 7. august 2012

Mødregruppen



Í dag fórum við Freyja Dís í annað sinn að hitta mæðrahópinn. Ég var ekki viss fyrst hvernig það yrði að vera í mæðrahóp með annað barn en þetta er alveg frábært hópur. Af eitthverri undarlegri ástæðu þá eru þær nánast allar að vinna á arkitektastofu og ein á mann sem er arkitekt þannig að við getum af of til talað um okkar stærsta áhugamál:)

Freyja yndi vex og dafnar vel. Hún er eiginlega algjör draumur í dós:) Hún vill fá sinn 9 klst. beauty svefn á nóttinni og sefur því frá kl. 22 á kvöldin og þangað til kl. 7 á morgnana þegar að við hin förum á fætur. En í nótt ákvað hún að taka 2 auka klukkutíma svo hún svaf frá kl. 21 - 8:) Ég krossa fingur fyrir því að þetta haldi áfram svona!

Á morgun ætlum við mæðrahópurinn að fara í crossfit MAMAS þar sem að maður tekur börnin með sér á æfingu, það verður fróðlegt að sjá hvort að börnin sofi á meðan eða hvort að maður nái kanski ekkert að vera með, haha. 

Yngvi er alltaf ánægður á nýja leikskólanum enda yndislegur staður:) Enda hér á tveimur myndum af krúttunum.

Yngvi í göngutúr með pabba sínum
Freyja er farin að spjalla við tuskudýrin sín




Ingen kommentarer:

Send en kommentar