torsdag den 9. august 2012


Fimmtudags gleði


Í gær skrapp ég í Crossfit Mamas með mæðrahópnum og úff það var sko þvílík herþjálfun. En þar sem að maður er með börnin með sér þá höfðum við mjög góða afsökun til þess að taka okkur pásur. Versta var bara að Freyju fannst þetta bara æði. Hún lá á teppi og bablaði út í loftið svo að ég fékk ekki pásu fyrr en rétt í lokin, hehe. 

Sumarið er svo á leiðinni hingað svo að við eigum von að sól og steikjandi hita næstu dagana. Úff er samt búin að komast að því að íslenskur hiti á betur við mig en þessi molla hérna í DK!





Yngvi elskar að hafa systur sína inn í herbergi hjá sér:)

Ingen kommentarer:

Send en kommentar