onsdag den 31. oktober 2012

Ég elska haustið!



Í dag er Halloween og Yngva finnst það mjög spennandi:) Annað árið í röð hefum við ákveðið að skera úr grasker sem að hefur fengið að prýða svalirnar með kertaljósi síðastliðin kvöld. 
Yngvi stóð sig eins og hetja í graskers aðgerðinni og var það hans hugmynd að búa til BABY grasker, "svona með eina tönn" sagði hann. 



Síðastliðin sunnudag fórum við svo út í garð að safna greinum svo að við gætum búið til haustkrans. Þar sem að Yngvi er mjög mikill föndurkall þá sló það líka alveg í gegn hjá honum. Hann var reyndar ekki sáttur við það eftir á að Yfsilonið hans hafi farið með í kransinn. En við eigum dágott safn af yfsilon greinum sem að hann hefur sankað að sér. 


Vona að þið njótið haustsins, eða er kanski bara komin vetur á Íslandi....? Við fengum nokkur snjókorn  í síðustu viku en það var lítið sem ekkert. 

Að lokum set ég inn mynd af Yngva sem er heltekinn af LEGO þessa dagana enda fékk hann LITLA legokubba í afmælisgjöf:)

Ingen kommentarer:

Send en kommentar