Í dag er Halloween og Yngva finnst það mjög spennandi:) Annað árið í röð hefum við ákveðið að skera úr grasker sem að hefur fengið að prýða svalirnar með kertaljósi síðastliðin kvöld.
Yngvi stóð sig eins og hetja í graskers aðgerðinni og var það hans hugmynd að búa til BABY grasker, "svona með eina tönn" sagði hann.
Síðastliðin sunnudag fórum við svo út í garð að safna greinum svo að við gætum búið til haustkrans. Þar sem að Yngvi er mjög mikill föndurkall þá sló það líka alveg í gegn hjá honum. Hann var reyndar ekki sáttur við það eftir á að Yfsilonið hans hafi farið með í kransinn. En við eigum dágott safn af yfsilon greinum sem að hann hefur sankað að sér.
Að lokum set ég inn mynd af Yngva sem er heltekinn af LEGO þessa dagana enda fékk hann LITLA legokubba í afmælisgjöf:)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar