OF LÖNG bloggpása..
Ég vil biðja trygga lesendur mínar afsökunar á langri bloggpásu.... Nú reyndi ég að standa við að blogga alla vegana einu sinni í viku.
Margt hefur gerst síðan ég bloggaði síðast. Við fórum í helgarferð til Kaupmannahafnar og hittum mömmu og pabba, Yngvi varð 4 ára og í dag varð Freyja Dís 5 mánaða.
Helgarferðin var yndisleg í alla staði. Tíminn leið þó aðeins of hratt. Við héldum litla "snemm" afmælisveislu fyrir Yngva, röltum um miðbæinn og áttu eftirminnilega ferð í listasafnið Louisiana.
Ingiber og Yngvi fóru svo í strákaferð á risaeðlusafn sem að var með alvöru risaeðlubeinagrindur frá London.
|
Við mamma fengum okkur sömu bakstursbókina og Freyja sýndi mikinn áhuga |
|
Yngvi á risaeðlusafninu |
|
Við mæðgur í strætó |
|
Fengum okkur að borða á ótrúlega skemmtilegum matarmarkaði, Torvehallerne |
Litla hetjan stóð sig eins og hetja í lestinni
|
Við gistum í íbúð á Íslandsbryggju |
|
Flottur arkitektúr leyndist hér og þar;) |
|
Yngvi i-paddari í lestinni |
|
Óvænt afmælisveilsa fyrir 4 ára afmælisstrákinn |
|
Skemmtilega sýning á Louisiana um norrænan arkitektúr |
|
Yngvi með afmælispakka frá Ágúst Högna og co. |
|
Við vorum eins og pólfarar með allan farangurinn:) |
Og svo varð Yngvi Snær 4 ára gamall, ótrúlegt en satt:) Yngvi fór með afmælisköku í leikskólann fyrir krakkana og bauð svo vinum sínum í veislu sl. laugardag.Afmælisveislan gekk mjög vel og Yngvi var alveg í skýjunum með daginn.
|
Afmælisdrekinn og angry birds kökurnar slógu í gegn |
|
Yngvi hjálpaði mér svo að skreyta kex:) |
|
Freyja skemmti sér konunglega í veislunni |
Að lokum langar mér að sýna ykkur hugmynd fyrir barnaafmæli... Í stað þess að hafa bara kökur merktar afmælisbarninu á eitthvern hátt þá getur maður líka gert stafabrauð... Það slóg í gegn hjá Yngva:)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar