onsdag den 19. september 2012

VINNA VINNA VINNA.....


Það helsta sem er að frétta af okkur þessa dagana er að húsbóndinn á heimilinu er að vinna eins og brjálæðingur þessa dagana. Hann er að fara að skila af sér 3. október þannig okkur hlakkar öllum til að fá smá afslöppunar stundir saman. Við ætlum að skella okkur í helgarferð til Køben 11. október og mamma og pabbi ætla að koma að hitta okkur þar. Alltaf gaman að koma til stórborgarinnar:) Spurning hvort að ég nái að draga fjölskylduna fram hjá nokkrum vel völdum byggingum svo að þetta verði eins konar námsferð í leiðinni!

Fréttir af Freyju Dís eru þær að hún elskar að toga í tásurnar á sér, velta sér um á gólfinu aðallega frá baki yfir á maga og hlær liðlangan daginn af bróðir sínum, þeim báðum til mikillar ánægju. Hún er svo ljúf og góð og vaknar alltaf brosandi , svo yndislegt:)



Hláturmúsin litla:) 


Uppáhalds leikfangið, gíraffinn Sophie

Svo gott að kyssa þessar mjúku kinnar

Íris og Katla að spjalla við Freyju

Tog í tásur er aðalmálið þessa dagana

Helstu fréttir af Yngva Snæ er að við fórum öll á spis sammen aften í leikskólanum hans sem að var ótrúlega huggulegt. Yngvi Snær var svo mikill gaur að hann hljóp um og lék sér og var lítið að spá í okkur en honum fannst samt rosa sport að við værum með honum á leikskólanum.
Mamma Silasar, sem er vinur hans á leikskólanum, stakk upp á því að þeir myndu fá að hittast utan leikskóla og þeir voru alveg í skýjunum yfir því. Vá hvað manni finnst hann vera orðinn stór þegar að hann er að fá að fara einn í heimsókn til vinar síns:)

Hér var verið að syngja saman á leiksvæðinu. 

Yngvi elskar að fá að hafa Freyju hjá sér og vill endilega
að hún hafi gaman að teiknumyndunum hans:)

Læt þetta duga í bili:)

1 kommentar:

  1. Mikið eru þau sæt og fín Yngvi og Freyja. Freyja er allt í einu orðin svo stór.

    SvarSlet