mandag den 5. november 2012

Hollt nammi

Ég ákvað að skella inn uppskrift af sykulausu bounty. Ég bjó svona til um helgina og það sló í gegn hjá stráknunum mínum og ég varð svo glöð. Yngvi og Ingiber eru yfirleitt notaðir sem tilraunar dýr hjá mér þegar kemur að því að smakka nýjar uppskriftir. 

Sykurlaust bounty


150 g kókosmjöl
1 dós kókosmjólk
2 msk kókosolía (má sleppa)
1 msk agavesíróp (2 msk ef þið viljið sætari útgáfuna)
150-200 g 70 % súkkulaði eða sykurlaust súkkulaði

Hellið vökvanum úr kókosmjólkinni frá. Gott er að geyma dósina í ískáp áður en þið notið hana svo að auðveldara verði að skilja kókoskremið frá vökvanum í dósinni.

Bræðið kókoskremið úr kókosmjólkinni í potti og bætið svo agavesírópi útí ásamt kókosolíunni.

Bætið kókosmjöli útí og blandið saman. 

Setjið matarfilmu í bökunarform, t.d. brauðform. Setjið formið inn í frysti í 1 klst. Eða í ískáp í 2 klst.

Takið úr kæli og lyftið filmunni upp á skurðarbretti. Skerið í hæfilega stóra bita.  

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið bitana ofan í súkkulaðið og veltið því einu sinni við. Gott er að nota tvo gaffla þegar að bitarnir eru súkkulaði húðaðir. 

Kælið áður en borið er fram. Mæli með að geyma bitana í kæli og fá sér svo einn lítinn mola með kaffibollanum:) 

Ekki slæmt að eiga svona gotterí í ískápnum þegar að maður er í barneignarleyfi:) 

1 kommentar:

  1. Min kone bagt denne kage den anden dag. Frygteligt godt. Hilsen din bror ÞY.

    SvarSlet