Þrátt fyrir að ég sé ekki farin að spila jólalög hér heima þá er undirbúningur jólanna hafinn....
Í kvöld útbjó ég graflax og fyrir 2 vikum bjó ég til deig fyrir hunangskökur... Búið að kaupa flestar jólagjafir enda fara þær með skipi til Íslands í lok nóvember.
Þetta er í fyrsta skipti sem að ég geri hunangskökur en deigið á að bíða í heilan mánuð áður en maður bakar kökurnar og það var nóg til að selja mér hugmyndina, ótrúlega spennandi...:)
Freyja fékk sína 1. tönn í vikunni. Við sáum hins vegar að sú hin sama tönn kom upp þegar að hún var 2 mánaða en hún hvarf aftur... já ég veit þetta hljómar mjög undarlega en er dagsatt.... SVo nú 4 mánuðum síðar er tönnin loksins aftur búin að líta dagsins ljós.
Yngvi hefur undanfarna sunnudaga farið með pabba sínum í leikfimi/fimleika sem er eins konar "drop in" tími þar sem að maður getur bara komið þegar að maður vill. Skelli hér einni mynd af kappanum í fullu fjöri:)
Læt þetta duga í bili... Eigið góða helgi.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar