LEGOLAND, BRUNCH OG MASSER AF SOL
Nadia og Freyja í brunch boðinu |
Það var ýmislegt brallað hér um helgina. Á laugardaginn hittumst við í garðinum í brunch í tilefni af því að Laufey og fjölskylda voru í sumarfríi hér í Árósum. Einnig komu Íris, Matthildur og þeirra fylgifiskar. Það var steikjandi sól svo að maturinn bráðnaði nánast á borðinu hjá okkur, haha.
Á sunnudeginum ákváðum við að skella okkur í Legoland sem að vakti MIKLA lukku hjá Yngva Snæ. Freyju Dís leið vel að kúra í vagninum svo að hún svaf legoland af sér að mestu. Hér kemur smá myndasyrpa frá ferðinni:)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar