MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ!
Hér hefur rigningin tekið öll völd eins og sjá má á þessari mynd sem er tekin í úthverfi Árósa. Það er svo sem ágætt svona inn á milli, sérstaklega þegar að maður stendur í smá breytingum innandyra:)
Freyja varð 3 mánaða í síðustu viku og að því tilefni bökuðum við Yngvi köku alveg eftir hans höfði. Fótboltakaka með grænu kremi mmmmm....
Hún fór svo í sína fyrstu sprautu á mánudaginn og svo ætlar hún að skella sér með mömmu sinni í bíó í fyrsta skipti á fimmtudaginn, babybio. Nóg að gera hjá 3 mánaða skvísu:)
Yngvi fékk nýtt hjól í síðustu viku svo að nú fær hlaupahjólið hans smá hvíld og við tekur stóra strákahjólið með hjálparadekkjum. Svo vorum við svo heppin að rekast á kassabílakeppni niður í bæ í hans fyrsta hjólatúr og það vakti mikla lukku:)
Vá flott græn kaka! Mikið hefur Freyja verið glöð ;)
SvarSlet