FESTUGE!!
Síðustu helgi fórum við niðrí bæ og eltum uppi skemmtilega viðburði. Ég var meðal annars búin að heyra um risa líkamshluta sem áttu að ganga um bæinn sem að ég var viss um að væri eitthvað fyrir Yngva. Hann var mjög hrifinn en varð svo ansi hræddur þegar að munnurinn gleypti konu í einum bita... úfff ég er ansi hrædd um að þetta eigi eftir að valda honum ansi mörgum martröðum.
Einnig var stórri umferðagötu lokað í festuge og þar búin til garður með hólum og hæðum og að sjálfsögðu eitt stykki geysir.
Annars er búið að vera frekar haustlegt hjá okkur þannig að ullar- og flíspeysurnar hafa komið sér vel. En haustið ætlar ekki að stoppa lengi því að næstu helgi verður 20-25 stiga hiti:)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar