fredag den 7. december 2012

Ikea gòda Ikea

Nældum okkur í smá jólastemningu og pínku jólaskraut í Ikea:) Vard ad skella mynd af börnunum sem elska Ikea, hahaha..
Og ein jólmynd í lokin:)

mandag den 3. december 2012

Aðventan


Ótrúlegt en satt þá höfuð við verið að uplifa jólasnjó hérna í Árósum. 
Yngvi og Ingiber fóru meira að segja á snjóþotu útí garði í gær.



Hunangskökurnar tókust mjög vel og voru akkúrat tilbúnar fyrir 1. í aðventu. Samkvæmt aðventu hefðinni var kveikt á kerti, lesin jólasaga og að sjálfsögðu gætt sér á smá kökubita. 

Yngvi Snær hefur miklar áhyggjur að því að litla systir hans borði litla dótið hans því að hann veit hversu hættulegt það er. Hann hefur greinilega ætlað að fela þetta legohöfuð vel fyrir systur sinni því að það blasti við mér þegar að ég hellti múslíi út á jógúrtið mitt. Eins gott að vera vel vakandi á þessu heimili.


Á föstudagskvöldið voru jólaljósin tendruð í miðbænum og mættum við að sjálfsögðu á svæðið. Að vísu sofnuðu bæði börnin á leiðinni en við náðum að vekja Yngva Snæ rétt áður en ljósin voru tendruð og jólasveinninn kom. 

Freyja er farin að vera SVO dugleg að sitja og koma sér aðeins á milli staðar. Við finnum hana þó oft undir sófa því að hún er aðallega í bakkgír þessar dagana:)



Ég enda þessa færslun á tveimur julefrokost myndum...

Ingiber vann ásamt félaga sínum Scott bikar á borðfótboltamóti í vinnunni .

Freyja að leika við Snædísi í julefrokostnum hjá íslensku arkitektanemunum.




søndag den 25. november 2012

Julefrokost tíðin hafin.

Í gær fórum vid í okkar 1. Julefrokost í ár med íslenskum arkitektanemum hér í århus og fjölskyldum theirra. Yngvi skemmti sér konungslega og vildi bara helst ekki heim:) Eftir gott kvöld sváfu allir adeins lengur en venjulega og thessar sætu tásur kúrdu undir sæng hjá okkur í morgun!

lørdag den 17. november 2012

Jólin nálgast...


Þrátt fyrir að ég sé ekki farin að spila jólalög hér heima þá er undirbúningur jólanna hafinn.... 

Í kvöld útbjó ég graflax og fyrir 2 vikum bjó ég til deig fyrir hunangskökur... Búið að kaupa flestar jólagjafir enda fara þær með skipi til Íslands í lok nóvember. 

Þetta er í fyrsta skipti sem að ég geri hunangskökur en deigið á að bíða í heilan mánuð áður en maður bakar kökurnar og það var nóg til að selja mér hugmyndina, ótrúlega spennandi...:)

Freyja fékk sína 1. tönn í vikunni. Við sáum hins vegar að sú hin sama tönn kom upp þegar að hún var 2 mánaða en hún hvarf aftur... já ég veit þetta hljómar mjög undarlega en er dagsatt.... SVo nú 4 mánuðum síðar er tönnin loksins aftur búin að líta dagsins ljós. 


Yngvi hefur undanfarna sunnudaga farið með pabba sínum í leikfimi/fimleika sem er eins konar "drop in" tími þar sem að maður getur bara komið þegar að maður vill. Skelli hér einni mynd af kappanum í fullu fjöri:)

Læt þetta duga í bili... Eigið góða helgi.





mandag den 5. november 2012

Hollt nammi

Ég ákvað að skella inn uppskrift af sykulausu bounty. Ég bjó svona til um helgina og það sló í gegn hjá stráknunum mínum og ég varð svo glöð. Yngvi og Ingiber eru yfirleitt notaðir sem tilraunar dýr hjá mér þegar kemur að því að smakka nýjar uppskriftir. 

Sykurlaust bounty


150 g kókosmjöl
1 dós kókosmjólk
2 msk kókosolía (má sleppa)
1 msk agavesíróp (2 msk ef þið viljið sætari útgáfuna)
150-200 g 70 % súkkulaði eða sykurlaust súkkulaði

Hellið vökvanum úr kókosmjólkinni frá. Gott er að geyma dósina í ískáp áður en þið notið hana svo að auðveldara verði að skilja kókoskremið frá vökvanum í dósinni.

Bræðið kókoskremið úr kókosmjólkinni í potti og bætið svo agavesírópi útí ásamt kókosolíunni.

Bætið kókosmjöli útí og blandið saman. 

Setjið matarfilmu í bökunarform, t.d. brauðform. Setjið formið inn í frysti í 1 klst. Eða í ískáp í 2 klst.

Takið úr kæli og lyftið filmunni upp á skurðarbretti. Skerið í hæfilega stóra bita.  

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið bitana ofan í súkkulaðið og veltið því einu sinni við. Gott er að nota tvo gaffla þegar að bitarnir eru súkkulaði húðaðir. 

Kælið áður en borið er fram. Mæli með að geyma bitana í kæli og fá sér svo einn lítinn mola með kaffibollanum:) 

Ekki slæmt að eiga svona gotterí í ískápnum þegar að maður er í barneignarleyfi:) 

søndag den 4. november 2012

Mömmuhòparnir

Vid Freyja erum í 3 mædrahópum. Í sídust viku hittum vid alla hòpana. Vid erum í dönskum mædrahòp, íslenskum og einum blöndudum. Í blandada hòpnum erum vid 2 íslenskar of ein dönsk en vid sàtum saman à seinustu önn í skólanum. Skelli hèr inn myndum frà hittingunun.

onsdag den 31. oktober 2012

Ég elska haustið!



Í dag er Halloween og Yngva finnst það mjög spennandi:) Annað árið í röð hefum við ákveðið að skera úr grasker sem að hefur fengið að prýða svalirnar með kertaljósi síðastliðin kvöld. 
Yngvi stóð sig eins og hetja í graskers aðgerðinni og var það hans hugmynd að búa til BABY grasker, "svona með eina tönn" sagði hann. 



Síðastliðin sunnudag fórum við svo út í garð að safna greinum svo að við gætum búið til haustkrans. Þar sem að Yngvi er mjög mikill föndurkall þá sló það líka alveg í gegn hjá honum. Hann var reyndar ekki sáttur við það eftir á að Yfsilonið hans hafi farið með í kransinn. En við eigum dágott safn af yfsilon greinum sem að hann hefur sankað að sér. 


Vona að þið njótið haustsins, eða er kanski bara komin vetur á Íslandi....? Við fengum nokkur snjókorn  í síðustu viku en það var lítið sem ekkert. 

Að lokum set ég inn mynd af Yngva sem er heltekinn af LEGO þessa dagana enda fékk hann LITLA legokubba í afmælisgjöf:)